Sweet chili kjúklingasúpa úr íslensku grænmeti

Einföld og fljótleg súpa úr glænýju íslensku grænmeti, að sjálfsögðu er ekki verra að skera út í hana grillað lambakjöt.

Hér er á ferðinni dæmigerð núðlusúpa með tælensku yfirbragði nema ég nota íslenska grænmetið í staðinn fyrir núðlurnar.  Fyrir íhaldsama má auðvitað bara bæta núðlum út í áður en súpan er borin fram.  Hún er mjög fljótleg og getur verið komin á borðið 20 mín eftir að undirbúningur hefst ef kjuklingurinn er tilbúin en hún verður engu að síður enn betri ef hún fær að standa aðeins eftir að hún er tilbúin.

sweet chili kjúklingasúpa
Hráefni:
(Fyrir 4-5)
  • 1 tsk kókosolía
  • 3-4 gulrætur
  • 1/2 hvítkálshaus
  • 1/2 rauð paprika
  • Spergilkál 1/2 – 1 haus (eftir stærð og smekk)
  • 2 cm engifer eða ca 1 msk rifin engifer
  • 3 msk kjúklingakraftur
  • 1 msk fiskisósa
  • 1 msk sweet chili sósa
  • salt og pipar
  • Vatn, 1 liter
  • Kjúklingur, magn fer eftir smekk en ágætt að miða við ca. 2 bringur
Aðferð:
1. Ef þið eruð með bringur,  þá annaðhvort skerið í bita og steikið á pönnu og kryddið eftir smekk eða grillið þær heilar.  Þessi súpa er tilvalin fyrir afganga.
2. Hitið kókosolíu í potti og létt steikið gulrætur og papriku.
3. Rífið engiferið út í pottinn. (Ef þið rífið það með rifjárni losnið þið við „hárin“.
4. Bætið við vatni, kjúklingakrafti, fiskisósu og sweet chili sósu.  Reynið að velja sósu með litlu sykurmagni en hér má líka nota 1 msk af hlynsýrópi eða 1 msk af kókospálmasykri og krydda með smá chili kryddi.
5. Bætið hvítkálinu og spergilkálinu út í og leyfið súpunni að malla í 10 mín.
6. Bragðbætið með salti og pipar.
Það er gott að bera hana fram með smátt söxuðum vorlauk, fersku kóríander og jafnvel salthnetum eða kasjúhnetum.

Published by

6 thoughts on “Sweet chili kjúklingasúpa úr íslensku grænmeti

  1. Sæl Inga,
    Já það passar svo þetta er ekki sykurlaus uppskrift. En það er hægt að fá Sweet chili sósu fá Naturata með lífrænum hrásykri. Það er líka hægt að búa sjálfur til sósu úr paprikum, chilli og hrásykri. Hér gildir auðvitað það sama og alltaf að lesa vel utan á umbúðir. Þessar sósur eru mjög mismunandi að innihaldi, það er mismunandi mikill sykur í þeim og mismunandi hvort þær innihaldi mikið af aukaefnum eða ekki.
    Takk fyrir að fylgjast með síðunni 🙂
    Kær kveðja,
    Oddrún

Leave a Reply