Karmellurís í nýjum útfærslum

Um daginn fór gömul nammiuppskrift á flug. Henni var deilt eins og vindurinn enda stendur hún svo sannarlega fyrir sínu þrátt fyrir að hafa verið lengi á vefnum.  Það var nokkkuð langt síðan ég hafði búið nammið til og ákvað því að gera smá tilraunir með annað hráefni en það sem var notað í upprunalegu uppskriftinni.  Eftir að ég byrjaði að nota vörurnar frá Kaju Organic hef ég nefnilega notað mikið Blásnu hýðishrísgrjónin á namminámskeiðunum og eins langaði mig að sjá hvort poppaða amarantið sem ég hef líka verið að nota á námskeiðunum gæti gengið í þessa uppskrift.

IMG_1822

 

Þetta var alvöru tilraunaverkefni:  3 mismunandi gerðir til að kanna hver kæmi best út.

IMG_1810

Hráefni:

 • 80 gr kókosolía
 • 40 gr kókospálmasykur
 • 170 gr döðlur
 • 2 dl blásin hrísgrjón, poppað amarant eða kornflex
 • 1 dl möndlur
 • 1 dl sesamfræ
 • smá salt
 • smá hreint vanilluduft
 • 100 g brætt 70 % súkkulaði eða heimatilbúið súkkulaði til að setja yfir í lokin.

 

Aðferð:

 1. Setjið döðlur, kókosolíu og sykur í pott og hitið saman við lágan hita.
 2. Maukið með töfrasprota.
 3. Hrærið öllu gúmmilaðinu saman við döðlumaukið og blandið öllu vel saman.
 4. Setjið í mót (klæddu bökunarpappír) og inn í frysti í smástund.
 5. Takið úr frysti og hellið brædda súkkulaðinu yfir og setjið inn í frysti aftur í smástund.
 6. Skerið í litla bita og geymið í ísskáp.

 

Hér sést hvernig poppað amarant lítur út, það er bæði hægt að poppa sjálfur eða kaupa poppað frá Kaju Organics, það fæst að minnsta kosti í Fjarðarkaup, en ég veit ekki með aðrar verslanir.

IMG_1813

 

Blásnu hýðisgrjónin frá Kaju, alger snilld í nammi gerðina

IMG_1814

Nammið með blásnu grjónunum

IMG_1822

Amrant útgáfan:  Ég var ekki nógu þolinmóð og hellti súkkulaðinu yfir áður en blandan fraus þannig að súkkulaðið lak í gegnum allt og settist á botninn en það kom bara mjög skemmtilega út 🙂

IMG_1831  IMG_1836

Niðurstaða þessara tilrauna var sú að það er bæði betra.  Bara mismunandi gott.  Ég gerði líka þriðju tilraunina og ákvað að sleppa sykrinum alveg og niðurstaðan var sú að bitarnir eru alveg nógu sætir án sykurs en áferðin verður allt önnur þegar sykurinn er notaður.  Bitarnir verða stökkir og tja það verður bara að segjast, margfalt betri, ég hefði eiginlega ekki trúað því að það yrði svona mikill munar á ekki meira magni en þetta, var með 40 g í uppskriftinni.  Bitarnir sem voru með engum sykri urðu seigari og mýkri.

Þetta nammi verður klárlega gert nokkrum sinnum í sumar því ég ég lofað ykkur 🙂

Gangi ykkur vel að prófa ykkur áfram

 

Published by

2 thoughts on “Karmellurís í nýjum útfærslum

 1. á að sjóða blásnu grjónin eins og stendur utan á pakkningunni, eða strá þeim beint

Leave a Reply