Þessi fiskréttur gengur undir nafninu „góði fiskurinn“ hjá börnunum á bænum. Það segir held ég allt sem segja þarf. Hann er einfaldur, fljótlegur og bragðgóður og þar af leiðandi snilldar kvöldverður á virkum degi.
Yfirleitt finnst mér þetta einfalda best. Það er nákvæmlega þannig með þennan rétt.
Þessi uppskrift ætti að passa fyrir um það bil 5 manns.
Hráefni:
- 5-700 g þorskur í bitum
- 2-3 msk Ólífuolía + smá sítrónusafi +salt + pipar
- ½ askja kirsuberjatómatar
- 3 – 4 msk rautt eða grænt pestó (eftir því hvað ykkur finnst betra og er til í skápunum)
- 3 – 4 msk parmesan ostur eða annar ostur að eigin vali
- Skreytt með ferskri basilíku ef hún er til …
Aðferð:
- Hitið ofninn í 180° (blástur)
- Skerið þorskinn í minni bita og raðið í eldfast mót.
- Kreystið smá sítrónusafa yfir fiskinn.
- Pennslið hann svo með ólífuolíu og kryddið með salt og pipar.
- Dreyfið pestóinu yfir fiskinn.
- Skerið niður kirsuberjatómata og setjið yfir.
- Stráið parmesan osti yfir
- Bakið í 20 mín eða þangað til fiskurinn er orðin eldaður í gegn (fer eftir þykkt).
- Stráið basiliku yfir og berið fram.
- Það er mjög gott að bera fram með litríku salati og kínóa.
Verði ykkur að góðu 🙂
Og að lokum ef þið eruð alltaf að leita eftir einföldum góðum uppskriftum og viljið gjarnan nota meira grænmeti mæli ég með námskeiðinu sem verður á miðvikudaginn næsta kl. 17.30
Allt um það hér: https://www.facebook.com/events/480639599442155/
Published by