Einfaldur ítalskur fiskréttur öðru nafni “Góði fiskurinn”

Þessi fiskréttur gengur undir nafninu “góði fiskurinn” hjá börnunum á bænum.   Það segir held ég allt sem segja þarf.  Hann er einfaldur, fljótlegur og bragðgóður og þar af leiðandi snilldar kvöldverður á virkum degi.

Yfirleitt finnst mér þetta einfalda best.  Það er nákvæmlega þannig með þennan rétt.


Þessi uppskrift ætti að passa fyrir um það bil 5 manns.

 Hráefni: 

 • 5-700 g þorskur í bitum
 • 2-3 msk Ólífuolía + smá sítrónusafi +salt + pipar
 • ½ askja kirsuberjatómatar
 • 3 – 4 msk rautt eða grænt pestó (eftir því hvað ykkur finnst betra og er til í skápunum)
 • 3 – 4 msk parmesan ostur eða annar ostur að eigin vali
 • Skreytt með ferskri basilíku ef hún er til …

 

Aðferð: 

 1. Hitið ofninn í 180° (blástur)
 2. Skerið þorskinn í minni bita og raðið í eldfast mót.
 3. Kreystið smá sítrónusafa yfir fiskinn.
 4. Pennslið hann svo með ólífuolíu og kryddið með salt og pipar.
 5. Dreyfið pestóinu yfir fiskinn.
 6. Skerið niður kirsuberjatómata og setjið yfir.
 7. Stráið parmesan osti yfir
 8. Bakið í 20 mín eða þangað til fiskurinn er orðin eldaður í gegn (fer eftir þykkt).
 9. Stráið basiliku yfir og berið fram.
 10. Það er mjög gott að bera fram með litríku salati og kínóa.

 

Verði ykkur að góðu 🙂

Og að lokum ef þið eruð alltaf að leita eftir einföldum góðum uppskriftum og viljið gjarnan nota meira grænmeti mæli ég með námskeiðinu sem verður á miðvikudaginn næsta kl. 17.30

Allt um það hér: https://www.facebook.com/events/480639599442155/

 

 

Published by

Leave a Reply