Sigraðu sykurpúkann með hollri og góðri næringu – Grindavík

Þá erum við stöllurnar aftur farnar á stjá, ég og Steinunn Aðalsteins, heilsumarkþjálfi hjá Heilsuhótelinu.  Okkur finnst bara svo gaman að kenna öðrum að búa til góðan og fallegan mat sem lætur okkur líða vel 🙂  Næsta mál á dagskrá er skemmtilegt námskeið sem við ætlum að vera með í Grindavík næsta mánudag, 3. febrúar kl. 18.00

Við ætlum að ræða ýmislegt, allt frá áhrif sykurneyslu á hormónastarfsemi, mikilvægi góðs morgunverðar, hvernig hægt er að komast í gegnum daginn án sykurs en líka hvernig hægt er að bæta mataræðið smátt og smátt með góðum venjum.

Við ætlum að búa til hressandi grænan sjeik, dásamlegan súkkulaðisjeik, kínóa salat, gott millimál, hráköku og ofursúkkulaði svo engin ætti að fara svangur heim.

Þú færð fullt af uppskriftum með þér heim til að byrja að æfa þig strax að búa til mat sem eykur vellíðan og hefur góð áhrif á blóðsykurinn, skapsveiflur og þyngdarstjórnun.

Rúsínan í pysluendanum er sú að allir fá að útbúa morgungraut í krukku og taka með sér heim 🙂

krukugrautur

Verðið er: 9900 kr ( en athugið að stéttafélög niðurgreiða hluta)

Skráning fer í gegnum Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum: mss@mss.is

Hlökkum til að eiga ánægjulega kvöldstund með Grindvíkingum og öðrum suðurnesjafólki 🙂

2 athugasemdir við “Sigraðu sykurpúkann með hollri og góðri næringu – Grindavík

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s