Bílaboxið

Mín börn eru alltaf svöng á ferðalögum.  Það liggur við að það þau þurfi eitthvað að borða um leið og bíllinn leggur af stað.  Mér finnst alveg ferlegt að vera ekki með neitt í bílnum og hef litla ánægju af því að kaupa rándýrt sjoppufæði.

Mæli með svona “bílaboxi” í bílinn fyrir ferðalögin í sumar.  Það má nota hvaða gúmmilaði sem er,  hnetur, rúsínur, mórber, gojiber, kókosflögur, apríkósur, þurrkaðar fíkjur, graskersfræ, sólblómafræ o.s.frv.

IMG_5195

IMG_5196

Góða ferð og njótum þess að ferðast saman jafnvel þótt sólin láti bíða eftir sér 🙂

Matjurtagarðurinn

Fyrir tveim vikum síðan fórum við í bústaðinn sem tengdaforeldrar mínir eiga og gerðum matjurtagarðinn kláran.  Þetta var óvenju seint en vonandi kemur það ekki að sök.  Við erum mjög spennt þetta árið þar sem við skiptum um mold í beðunum, eða þ.e.a.s. 2  beðum, því það er frekar erfitt að skipta um mold þar sem jarðaberin eru en bættum aðeins við.

Það að rækta sitt eigið grænmeti er sennilega besta og ódýrasta leiðin til heilbrigðara lífs.  Við vitum nákvæmlega hvaða áburður er notaður, ekkert skordýraeitur og við getum borðað grænmetið glænýtt.

Ég er svo spennt að fara næstu ferð en það er ókosturinn við að vera með matjurtagarðinn út í sveit, það er ekki hægt að kíkja út og fylgjast með á hverjum degi.

Jarðaberjabeð nr. 1

IMG_5063

Jarðaberjabeð nr. 2 … ásamt smá myntu sem fer eitthvað lítið fyrir á þessari mynd.

IMG_5065

Kálbeð nr. 1, allt forræktaðar plöntur, keyptar á garðyrkjustöð, ég er ekki með nógu góða aðstöðu til að gera það sjálf.  Við settum niður nokkrar grænkálsplöntur, grænar og rauðar. Mizuna kál, beðju (swiss chard), klettasallat og 2 stk. af  svona “venjulegu” káli 🙂

IMG_5064

Kálbeð nr. 2

IMG_5066

Þarna er búið að sá klettasalati, spínati og grænkáli og spennandi við sjá hvort eitthvað komi upp,  svo er þarna einmanna oreganó planta í horninu 🙂

Hindberjarunninn, hann vex eitthvað hægt þessi en vonandi fáum við einhvern tímann hindber 🙂

IMG_5054

Litli vinnumaðurinn að hjálpa til

IMG_5047

IMG_5046

IMG_5050

Þessar 2 máttu ekkert vera að því að hjálpa okkur, enda uppteknar í “húsinu” sínu

IMG_5044

Draumurinn er að vera með gulrætur, brokkolí og margt margt fleira og hver veit hvað verður á næsta ári en í ár fáum við vonandi mikið af káli og jarðaberjum. Mmmm hvað mig hlakkar til að uppskera.

Snemma beygist krókurinn :)

Mmmmm “meira nakk” sagði litli kúturinn og stakk upp í sig öðrum bita af beltisþara 😉

Hann elskar hollustu eins og mamman og snakk eins og pabbinn 😉

Ef börn byrja snemma að smakka á allskonar mat eru meiri líkur á því að þau venjist bragðinu.  Í þessu tilfelli hef ég ekki verið að gefa honum þennan þara sérstaklega en honum tókst á opna krukkuna sjálfur og var svona ægilega ánægður.  Ég er nýbyrjuð að borða þetta og þetta er snakkið mitt á meðan ég elda matinn, svolítið á bragðið eins og sjór en samt fæ ég mér alltaf annan, stórskýtið alveg 🙂  Það eru alveg ótrúlega mörg næringarefni í svona sjávargrænmeti og meðal annars gríðarlegt magn af joði sem er svona ægilega gott fyrir eðlilega virkni skjaldkirtilsins.

IMG_4242

IMG_4241

IMG_4240

IMG_4238

Eigið þið góðan dag 🙂

Kínóa á nokkra vegu sömu vikuna !

Ég elska kínóa og hef sagt það nokkrum sinnum.  Það er bara eitthvað svo einfalt og gott hráefni.  Ég geri það oft að sjóða stóran skammt og nota svo yfir vikuna.

Hér koma nokkur dæmi hvað er hægt að gera við kínóa í sömu vikunni:

Mánudagur: meðlæti með mexíkópottrétt með svörtum baunum.

Tók enga mynd af því 😉

Hádegismatur hjá frúnni á þriðjudag: kínóa, svartar baunir, mangó, rauðlaukur og kóríander.

IMG_4106 - Copy - Copy

Kvöldmatur á miðvikudag: Kínóa grautur með kanil og rúsínum (“grjónagrautur”)  Tók 5 mín að gera matinn þann daginn.

IMG_2050

Kvöldmatur á fimmtudegi: Kjúklingur ásamt kínóa með lauk og grænni papriku, kryddað með kóríander, cumin, salt og pipar.

IMG_4117 - Copy - Copy

Hádegismatur á laugardegi: Kínóa salat ásamt sinnepsósu

IMG_4151

Það er frábært að eiga það tilbúið inn í ísskáp því möguleikarnir eru endalausir 🙂

Áfram kínóa 😉

10 leiðir til að lækka matarreikninginn án þess að minnka hollustuna!

Það er alltof dýrt að borða hollt!  Þetta hef ég heyrt aðeins of oft! Málið er að það er bara almennt dýrt að kaupa í matinn.  Það eru reyndar til rándýrar heilsuvörur en það er líka alveg hægt að borða hollt og eyða jafn miklu og hinir.  Hérna er smá listi sem ég tók saman fyrir okkur sem erum alltaf að reyna að eyða minna í mat 🙂

Frosið grænmeti er yfirleitt ódýrara.  Lífrænt er auðvitað best en það er betra að fá grænmeti en ekkert grænmeti !  Frosnir ávextir og grænmeti er yfirleitt týnt og pakkað í uppskerunni og er því nokkuð „ferskt“ miðað við ávexti sem eru t.d. nokkra vikna gamlir.

🙂
Einfalt, það þarf ekki að nota 10 tegundir til að gera holla máltíð.  T.d. er mjög gott að elda einfalda rétti, nota t.d. bara 3-5 hráefni.   Um helgar og spari er hægt að dúlla sér og gæla endalaust við bragðlaukana.

🙂

Eldum 1 sinni, en borðum oftar.   Ef þú gerir pestó, gerðu 2 krukkur, ef þú gerir múslí gerðu stóran skammt sem endist ekki bara 2 í morgunmat.  Sjóddu heilan pakka af hýðishrísgrjónum eða Kínóa og þú átt hráefni alla vikuna sem þú getur notað á mismunandi hátt.  Morgungrautur, hádegissalat, steikt grjón með grænmeti og eggjum í kvöldmat.  Einnig hægt að bæta í pönnukökur eða í súpur.

🙂

Ekki elda mat sem þér eða fjölskyldunni finnst vondur.  Þá borða allir lítið, vilja snarl á eftir og afgangurinn endar í ruslinu.

🙂

Ekki henda mat.  Allur afgangur ætti að fara í box inn í ísskáp eða í beint í frystinn.   Það er alveg magnað hvernig hægt er að gera heila máltíð úr allskonar afgöngum.  Smá skvetta af kókosmjólk getur farið í næsta smoothie,  Nokkrir bitar af kjöti geta breytt næstu grænmetissúpu í  kjötsúpu.   Örlítill afgangur af salati nokkra daga röð verður að þessu fína hádegissalati fyrir 1.  Smá skvetta af djús eða safa  má frysta  og nota sem ísmola og bragðbæta næsta smoothie.

🙂
Gera sjálfur hlutina frekar en að kaupa tilbúið.  Það er mjög auðvelt að búa sjálfur til túnfisksalat, hummus, pestó, tortillur, próteinbari, tómatsósu, Bbq sósu, marineringu ofl.

🙂
Bökum !  Bakaðu þín eigin súpubrauð, tortillur, muffins, bollur o.s.frv.  það þarf ekki að vera flókið eða tímafrekt.  Það er yfirleitt miklu, miklu ódýrara að baka sjálfur en að kaupa tilbúið.  Eini gallinn er sá að þetta heimatilbúna er oftast svo gott að heimilisfólkið borðar miklu meira af því heldur en af keyptu bakkelsi 🙂

🙂

Skipuleggjum vikuna.  Skipuleggðu máltíðir dagsins og gerðu innkaupalista.  Kauptu bara það sem þú ætlar að nota.  Best er að setja upp vikuplan í Excel og einfaldast er í raun að gera plan fyrir mánuðinn, eins og er gert í skólum, leikskólum og fyrirtækjum.

🙂

Takmörkum ferðir í búðina.  Það er alltaf hægt að finna eitthvað sniðugt í hverri  búðarferð.  Mér finnst þægilegast að fara að versla 2x í viku, á mánudögum og svo á föstudögum en það þarf hver að finna út hvað hentar best.

🙂

 Hættum að borða eftir kvöldmat.  Það er hægt að spara heilmikið á því fyrir utan að það er góð leið til að losa sig við aukakíló 😉

Graskersfræ-möluð

Hér kemur snilldar hugmynd.

  1. Sturtið úr einum poka af graskersfræjum í mini matvinnsluvélina eða þá stóru (ef þið nennið að þvo hana upp)!
  2. Malað.
  3. Sett í krukku.
  4. 1-2 msk sett út í sjeikinn

IMG_3787

IMG_3788

IMG_3795

Þetta er frábær leið til að borða meira af graskersfræjum.  Eða jafnvel koma graskersfræjum ofan í litla munna sem segjast ekki borða graskersfræ!  Þá er bara að finna leið til að koma þeim í kroppinn.

Graskersfræ eru virkilega holl.

  1. Þau innihalda mikið af Sinki sem er gott fyrir ónæmiskerfið.
  2. Þau innihalda steinefni sem eru nauðsynleg fyrir beinin.
  3. þau innihalda allar gerðir af E-vítamíni svo þau eru virkilega góð fyrir húðina.
  4. Þau innihalda mikið magn af andoxunarefnum, eru prótein rík og innihalda góða fitu.