Brunch í Spírunni

Eins og flestir vita sem fylgjast með því sem ég er að gera þá er með námskeiðin mín í Spírunni í Garðheimum.  Spíran er frábær veitingastaður sem býður upp á næringarríkan mat og allt búið til frá grunni.  Það er bæði hægt að fá þar grænmetisrétti, kjötrétti og fisk.  Semsagt eitthvað fyrir alla.

Fyrir nokkru byrjaði Spíran að bjóða upp á helgar Brunch.   Ég fór ásamt eiginmanninum og prófaði og vááá  hvað þetta er flott.  Ég snappaði heimsóknina og ég veit að fólki leist svo vel á að einhverjir hafa þegar farið.   Mig langaði bara að segja ykkur frá þessu þar sem gæðin voru í algeru fyrirrúmi en jafnframt skilst mér að þetta jafnframt ódýrasti Brunchinn í bænum.  Eiginmaðurinn gat ekki hætt að tala um hvað beikonið væri gott og hvað allt væri gott.  Ég held að hann hafi ekki verið búin að gera svo miklar vonir og hélt að við værum að fara á einhvern “heilsustað” (já við hjónin erum ekki alveg sammála þegar matur er annars vegar).

Það sem var svo skemmtilegt var að það var bæði hægt að fá sér chia/hafra graut, grænan safa og gularótar/engifer safa, bakað grænmeti, fullt af ávöxtum en en svo var næsti maður kannski með  mini hamborgara, beikon og frech toast.  Já algerlega eitthvað fyrir alla.

En ég læt bara myndirnar tala sínu máli


Já ég prófaði margengstertuna með kaffinu og jú ég var í smá sykursjokki á eftir, en sem betur fer var þetta bara lítil sneið og ég hlaut engan varanlegan skaða af 😉  Smá sunnudagstrít ásamt Creme brulé og gæða ostum.

Mæli 100 % með heimsókn í Helgarbrunch í Spírunni 🙂

 

Töfraefnið sem bjargaði lífi mínu í sumar…eða að minnsta kosti olnboganum ;)

Ég má til með að deila smá reynslusögu með ykkur.

Í byrjun sumars fór vinstri olnboginn eitthvað illa út úr vorverkunum í sveitinni.  Á leiðinni heim var ég mjög aum en hugsaði með mér að þetta væru sennilega bara strengir.  Dagarnir liðu, ég gat ekki notað hendina en var auðvitað eldsnögg að vinna allt með þeirri hægri án þess að gera neitt í mínum málum.  Ég hugsaði með mér að þetta myndi örugglega lagast eftir nokkra daga.

Í lok sumars var ég orðin mjög slæm, mér var líka orðið illt í hægri öxlinni þar sem gömul meiðsli voru farin að taka sig upp út af auknu álagi á hægri hendina.  Og til að bæta gráu ofan á svart var mér orðið illt í hnjánum í fyrsta skipti.  Hef aldrei fundið fyrir neinu en allt í einu byrjaði að klikka í hnjánum þegar ég skokkaði.  Kannski vegna lítillar hreyfingar yfir sumarið þar sem þetta olnboga/axla vesen hafði þau áhrif að ég var ekki eins dugleg og vanalega.  Vegna sumarfría og almennra leti við að panta mér tíma  hjá lækni (já ekki í fyrsta skipti sem það tekur nokkrar vikur) var ég ekki enn farin til læknis, en þið vitið, jú bara alltaf á leiðinni.

Ég upplifði mig semsagt frekar nær níræðu og á þeim tímapunkti vissi ég ekki alveg hvað ég ætti að segja við lækninn, sem varð til að draga enn frekar úr því að ég drifi mig að láta kíkja á þetta.  En einn morgunin sá ég auglýsingu um Nutrilenk, auglýsingu sem ég hef örugglega flett fram hjá nokkrum sinnum í viku í mörg ár og aldrei fundist eiga við mig.  Þannig að ég dreif mig út í næstu búð og ákvað að prófa, mér fannst ég ekki hafa neinu að tapa.  Ég hugsaði með mér að þetta myndi örugglega hafa góð áhrif og ég yrði kannski ekki alveg jafn mikið gamalmenni  þegar ég loksins kæmist til læknis.

Árangurinn var eins og lygasaga, eftir 2 vikur fann ég nánast ekkert til og eftir 3 vikur var ég farin að geta gert armbeyjur og planka (allavegna í smá stund).  Þegar það voru liðnar nokkrar vikur gerði ég smá hlé en eftir nokkra daga fór ég að finna smá til aftur en það hvarf um leið og ég byrjaði aftur.

Núna eru liðnir 2 mánuðir og ég finn ekki fyrir neinu, hvorki olnboganum, öxlinni né hnjánum og er að springa úr hamingju yfir því að vera orðin svona ung aftur 😉

Ég hef ekki mikið verið að dásama einstaka vörur en ég bara varð að deila með ykkur þessari snilld 🙂
Nutrilenk
Þessi tvenna var á tilboði þegar ég keypti mína fyrstu krukku og fylgdi Nutrilenk active frítt með.  Ég tók því báðar gerðirnar fyrstu vikurnar og mögulega hefur árangurinn verið enn betri fyrir vikið.
Nutrilenk
Niðurstaðan er sú að ég mæli 100 % með Nutrilenk 🙂

Matarbúr Kaju – krúttlegasta búðin í bænum

Matarbúr Kaju opnaði nýlega útibú í miðbæ Reykjavíkur.  Það gerist nú ekki á hverjum degi að fyrirtæki fari í útrás frá Akranesi sem er skemmtilegt.   En þeir sem hafa komið á námskeið hjá mér hafa kynnst dálæti mínu á Kaju vörunum.  Þær eru lífrænar og einstaklega bragðgóðar.

í síðustu viku skruppum við fjölskyldan í bæinn og kíktum í nýju búðina.  Þeir sem fylgjast með mér á snappinu fengu að sjá stemminguna í búðinni en hér fylgja nokkrar myndir sem ég tók.

Hjá Kaju er hægt að koma og fylla á sínar eigin krukkur og box.  Eða setja í bréfpoka og fylla á heima.  Þú getur mætt með uppskriftina og keypt nákvæmlega það sem þú ætlar að nota.  Kannski er eitthvað sem þig langar til að prófa en veist ekki hvort þér finnist gott eða eigir eftir að nota, af hverju þá ekki að kaupa bara smá í bréfpoka og prófa heima í stað þess að kaupa strax 500 gramma poka sem situr svo inni í skáp ef þér líkar ekki innihaldið.

Matarbúr Kaju

Lífrænar gæða olíur, sultur og lífrænir ávextir og grænmeti.

Matarbúr Kaju

Karen Jónsdóttir er konan á bak við Matarbúr Kaju. Hún er sá allra mesti súkkulaðisérfræðingur sem ég hef kynnst og ekki bara varðandi súkkulaði heldur alla lífræna matvælaframleiðslu.  Hún flytur inn nokkrar gerðir af ALVÖRU súkkulaði og við smökkuðum eitt sem er á leiðinni í búðina í nóvember og þvílíkt bragð.   Hún stóð vaktina þegar við komum í heimsókn en annars er Anna Birna Ragnarsdóttir verslunarstjóri í búðinni sem er líka alger snillingur og viskubrunnur.  Hún er önnur þeirra sem skrifaði bækurnar: „Meðganga og fæðing með hómópatíu“ og „Barnið og uppvaxtarárin með hómópatíu“.

Matarbúr Kaju

 

Í búðinni fást fjölnota innkaupapokar í öllum litum og mynstrum.  Þei eru saumaðir hjá Öldunni, sem er vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsgetu í Borganesi.  Við völdum okkur þennan fallega röndótta poka til að fara með vörurnar okkar heim.  Mér finnst hann svo fallegur á litinn að ég hef notað hann sem nestispoka alla vikuna.

Matarbúr Kaju

Matarbúr Kaju er staðsett í Óðinsgötu 8b og er opnið alla virka daga Kl. 11.00-18.00 og Kl. 11.00-16.00 á laugardögum.   Þess má geta að þeir sem koma á námskeið hjá Heilsumömmunni fá 10 % afslátt í næstu verslunarferð í Matarbúr Kaju.

Matarbúr Kaju

Við hlökkum til að koma aftur í heimsókn 🙂

 

Heimsókn í Joylato – lífrænu ísbúðina

Við létum loksins verða af því að kíkja í nýju ísbúðina Joylato um síðustu helgi.   Frá því að ég sá hana fyrst auglýsta er ég búin að vera á leiðinni.  En já, loksins kom gott tækifæri, bongoblíða (eða kannski meira svona frost og blíða), við skelltum okkur í bíltúr, allt gamalt brauð hreinsað úr frystinum og tekinn smá göngutúr í kringum lækinn og gefið öndunum.   Ræddum einmitt um það af hverju maður gefi öndunum brauð, ég meina af hverju ekki bara grænkál frekar,  þegar þær eru svangar á sumrin éta þær væntanlega grænan sjávargróður og fleira sem vex, þær skreppa ekki í bakaríið!   En nóg um það, þær virtust bara nokkuð saddar og glaðar með þetta fóður.

Ísbúðin er sú eina sinnar tegundar hér á Íslandi og gaman að prófa eitthvað alveg nýtt.   Hægt er að fá kókossís eða ís úr ógerilsneiddri nýmjólk frá Erpsstöðum.  Bara það að fá ís er ákveðið sjónarspil, hráefnið sem er fljótandi er hellt í hrærivélaskál og svo er notað köfnunarefni til að frysta ísinn.  Þið sem eruð ekki búin að fara ættuð eiginlega bara að skella ykkur til að skilja hvað ég meina.  Ef ég hefði verið aðeins fyrirhyggjusamari hefði ég jafnvel tekið upp myndskeið, en ég var bara svo forvitinn að fylgjast með að ég áttaði mig ekki á því.

Ísinn var virkilega bragðgóður, við fengum okkur öll kókosgrunn, við smökkuðum bláberjaís, saltkaramellu og súkkulaði og ég held að súkkulaðiísinn hafi haft vinninginn að mínu mati.  Þessi ís er aðeins dýrari en annar ís en á móti kemur að öllum leið dásamlega vel í magnum á eftir sem er ekki alltaf hægt að segja.

Þetta var klárlega fyrsta ferðin af mörgum,

 

Lækurinn dásamlegi í Firðinum fagra…

20160214_162810

20160214_162757

Joylato

 

Svo var kíkt í ísbúðina…


Joylato

20160214_172446

20160214_171700

 

Kannski er betra að láta fylgja með hvar ísbúðin er staðsett.  En hún er staðsett í Mamma veit best, Laufbrekku 30, Kópavogi.  Þið getið kíkt á heimasíðuna  http://joylato.is/

Takk fyrir að bjóða upp á svona frábæran ís og við komum klárlega aftur 🙂

 

(Ath. þessi póstur er ekki auglýsing bara okkar upplifun 🙂

 

 

 

 

Leitin að besta heilsunamminu

Lifandi Markaður og Kaja Organic leita nú að besta heilsunamminu.   Þetta er spennandi keppni því verðlaunin eru virkilega eftirsóknarverð.  Vinningshafinn fær hvorki meira né minna en gjafakörfu að verðmæti 15.000 kr frá Kaja Organic ásamt matarkorti að verðmæti 40.000 í Lifandi Markaði.  Ekki nóg með það heldur mun uppskriftin sem vinnur verða framleidd á Lifandi Markaði og seld þar í desember.

Ég er auðvitað voðalega spennt yfir þessu öllu saman því heppna ég fæ að smakka á öllu saman.  Ég verð dómari ásamt Kareni framkvæmdastjóra Kaja Organic og Guðmundi matreiðslumeistara á Lifandi Markaði.

Nú er bara að bretta upp ermarnar og útbúa ykkur uppáhalds gúmmilaði.  Það þarf að senda uppskrift og mynd á lifandimarkadur@lifandimarkadur.is og koma með sýnishorn (nokkur stykki)  í Lifandi Markað fyrir 25.nóvember.

Vinningshafinn verður tilkynntur á Konukvöldi Lifandi Markaðar sem verður haldið 26.nóvember kl. 17.00-20.00 og munu gestir og gangandi geta bragðað á vinningsnamminu þá um kvöldið.

 

Fyrir þá sem ekki vita þá eru vörurnar frá Kaja Organic hágæða lífrænar vörur á hagstæðu verði.  Vörunum er pakkað á Akranesi og þær eru dásamlega góðar á bragðið.  Mikið úrval er í verslun Lifandi Markaðar.

Ef þið hafið smakkað súpergott heilsunammi hjá vinum og kunningjum hvetjið þau þá líka til að taka þátt 🙂

Gangi ykkur vel <3

Ég mæli með: Tælenskt námskeið í Salt Eldhús

Um daginn dreif ég mig loksins á námskeið sem ég var búin að hafa augastað á lengi en hvorki gefið mér tíma né tímt að fara.  En í hvert skipti sem ég sá auglýsingu á facebook fékk ég alltaf pínu fiðrildi í magann og horfði á dagatalið… ætti ég að skella mér í þetta skiptið ?  En LOKSINS lét ég verða af því og fór á tælenskt matreiðslunámskeið í Salt Eldhús.

Ég var sko ekki svikin.  Námskeiðið var skemmtilegt og fræðandi og maturinn var geggjaður.  Stemmingin var ótrúlega góð og eftir námskeiðið sátum við og borðuðum þennan yndislega mat og skoluðum niður með eðal hvítvíni og þetta mynti frekar á saumaklúbb frekar en námskeið á tímabili.

Ég er hrifin af tælenskum mat, hann er léttur og mikið grænmeti notað.  Ég verð þó að viðurkenna að ég nota svona 10 % af uppgefnu chilli magni í þeim uppskriftum sem ég fékk 😉   Tælensku uppskriftirnar eru líka yfirleitt frekar hollar en það er helst að passa ap lesa vel utan á tilbúin mauk (paste) og sósur því þau eru mismunandi, sum innihalda t.d. MSG (E-621) en önnur ekki.

Ég læt fylgja nokkrar myndir frá kvöldinu:

 

Allt gert klárt fyrir aðal eldamennskuna

salteldhus

 

12084024_10207901777645111_2100596142_n

Nauðsynlegt að pósa aðeins fyrir myndavélina

salteldhus

Hrönn Hjálmars vinkona mín fór með mér á námskeiðið, en hún er einmitt með frábæra matarsíðu sem er stútfull af hollum og góðum uppskriftum, endilega kíkið á hana: https://hronnhjalmars.wordpress.com/

salteldhus

Og svo byrjaði fjörið

salteldhus

Hluti af 8 réttunum sem við bjuggum til

salteldhus

Eigum við eitthvað að ræða þetta frekar…

salteldhus

salteldhus

salteldhus

Og svo var sest og notið matarins…ekkert smá huggulegt 🙂

salteldhus

 

Mæli svo sannarlega með  þessu námskeiði, ég er nú þegar búin að elda flesta réttina sem við gerðum um kvöldið og eiginmaðurinn er sáttur við fjárfestinguna og börnin líka.  Fjölskyldan er mjög ánægð með að fá eitthvað nýtt á matarborðið og ég ánægð með að spreyta mig á nýjum áskorunum.

Nú er bara að ákveða hvaða námskeið verður fyrir valinu næst…