Æðislegar kúlur, bæði fyrir helgina og ekki síður til að gera vel við sig í hversdagsleikanum. Krakkarnir eru vitlausir í þessar kúlur og þær hverfa alltaf mjög hratt. Valhnetur eru svo hollar fyrir hjartað að þær mættu næstum kallast “lyf” (sjá athyglisverða grein) svo að við tölum nú ekki um hversu frábærar þær eru fyrir heilann og það er sko eins gott að vera með hann í lagi!
- 1 bolli valhnetur (1 poki frá himneskt)
- 1 bolli döðlur
- 1/2 bolli kókos
- 1/3 bolli rúsínur
- 4-5 msk kakó
- örlítið himalayjasalt
Aðferð:
- Malið valhnetur
- Maukið döðlur (gott að liggja í bleyti í ca 20-30 mín)
- Blandið öllu saman.
- Veltið upp úr kókos.
- Kælið og njótið 🙂